Tengdar greinar
Sala á leiguhúsnæði
Um sölu leiguhúsnæðis er fjallað í 42. gr. húsaleigulaa, sem kveður á um að sala leiguhúsnæðis sé ekki háð samþykki leigjanda. Þetta þýðir að leigusala er heimilt að selja hið leigða húsnæði án þess að fá sérstakt leyfi frá leigjanda. Í kjölfar sölu tekur nýr eigandi við öllum réttindum og skyldum upprunalega leigusala.
Við framsal húsnæðis losnar upphaflegi leigusali almennt undan öllum skuldbindingum gagnvart leigjanda, og kaupandi tekur við sem nýr aðili í leigusamningnum. Þetta felur í sér að kaupandi yfirtekur, frá umsömdum afhendingardegi, allar skyldur og réttindi sem leigusali hafði gagnvart leigjenda/um. Þrátt fyrir eigendaskipti helst réttarstaða leigjanda óbreytt; skyldur hans aukast ekki og réttindi hans minnka ekki.
Ef leigjandi hefur samið um aukin réttindi í leigusamningi, er mikilvægt að samningurinn hafi verið skráður í leigugrunn Húsnæðis og mannvirkjastofnunar. Þá er rétt að taka fram að sérstakar reglur gilda um eigendaskipti sem verða á grundvelli gjaldþrots eða nauðungarsölu. Í slíkum tilvikum er mælst með að leigutaki leyti til sérfræðingar, t.d. Lögmanna til að gæta réttinda sinna.
Tilkynning innan 30 daga
Þegar kemur að tilkynningu um sölu, skal upphaflegi leigusali tilkynna leigjanda um sölu og eigendaskipti á skýran og sannanlegan hátt og án óþarfa tafa, eigi síðar en 30 dögum eftir undirritun kaupsamnings. Í tilkynningunni skal koma fram nafn, heimilisfang og kennitala nýja eigandans, ásamt upplýsingum um hvernig og hvenær eigendaskiptin taka gildi gagnvart leigjanda, hvernig staðið skuli að leigugreiðslum, og önnur viðeigandi atriði sem leigjandi þarf að vita.
Leigjandi skal halda áfram að greiða leigu og beina öllum erindum til upphaflegs leigusala þar til formleg tilkynning um eigendaskiptin berst.
Athugið að umfjöllunin hér að ofan er miðuð við hefðbundin eigendaskipti á almennum markaði, en í tilvikum gjaldþrots eða nauðungarsölu gilda sérreglur sem krafjast ítarlegrar skoðunar.
Uppfært 28 maí 2024
Var greinin hjálpleg?