Greiðsluskilmálar

Igloo (Leiguskjól ehf., kt. 510906-1520) kaupir leigukröfu leigusala fyrsta hvers mánaðar með 3,5% afföllum. Skilyrði kröfukaupana er að leigutaki, samkvæmt samningi, sé með þriggja mánaða leiguábyrgð hjá Leiguskjóli.

Leiguskjól ehf., kt. 510906-1520, Lágmúla 6, 108 Reykjavík, hér eftir nefnt kaupandi og (Leigusali:Nafn og kennitala) hér eftir nefndur seljandi gera með sér svofelldan samning um kaup á leigukröfu.

1. Hið selda

1.1.

Kaupandi samþykkir að kaupa leigukröfur af seljanda í samræmi við efni þessa samnings.

1.2

Kaup leigukröfu er að beiðni seljanda og krafan á uppruna sinn að rekja til leigusamnings um eign seljanda eða umbjóðanda hans. (númer eða auðkenni samnings)

1.3.

Kaupin verða aðeins samkvæmt beiðni seljanda og að uppfylltum þeim skilyrðum sem samningur þessi kveður á um.

1.4

Kaupanda er einhliða heimilt að fallast á eða hafna kaupum á kröfum, og gildir þá einu, hvort um er að ræða kaupa á einstakri kröfu, safni krafna eða kröfu gagnvart tilteknum greiðanda.

1.5.

Kröfukaup eru á grundvelli leigusamnings og eru aldrei keyptar fleirri kröfur en sem nemur gildri leigutryggingu viðkomandi leigusamnings.

1.6.

Falli leigutrygging niður fellur samningur þessi úr gildi.

2. Skilyrði kröfukaupa

2.1

Kaupandi setur eftirfarandi skilyrði fyrir kaupum á kröfu: a. Að seljandi eigi lögvarða heimild til þess að krefja greiðanda um greiðslu peninga á grundvelli leigusamnings þeirra á milli. b. Að engar takmarkanir séu á heimild seljanda til að selja kröfuna, þ.m.t. að ekki séu takmarkanir á heimild seljanda til framsals kröfunnar samkvæmt lögum eða samningi seljanda við greiðanda eða í samningi seljanda við annan þriðja aðila. c. Að krafan hafi ekki fallið niður eða seljandi gefið eftir kröfuna að heild eða hluta, svo sem með því að lækka eða veita afslátt af kröfufjárhæð. d. Að seljanda sé ekki kunnugt um neinar mótbárur greiðanda við tilvist eða efni kröfunnar, eiginleika kröfunnar eða aðra þætti hennar. e. Að allar upplýsingar seljanda í beiðni til kaupanda um kaup á kröfunni séu réttar að efni og formi. f. Að ekki sé ágreiningur um kaupverð kröfunnar og seljanda sé ekki kunnugt um nokkuð sem kunni að leiða til ágreinings milli kaupanda og seljanda. g. Að engin krafa sem keypt er á grundvelli samnings þessa hafi áður verið framseld, gefin, seld, veðsett, sé háð nokkurri kvöð eða hafi verið ráðstafað með nokkrum öðrum hætti til annars en kaupanda. h. Að ekki sé útistandandi neinn réttur þriðja aðila til að kaupa eða öðlast, hvort sem er með áskrift, á grundvelli veðréttar eða með öðrum hætti, þær kröfur sem seljandi selur kaupanda.

2.2

Þá ábyrgist seljandi jafnframt eftirfarandi gagnvart kaupanda á meðan samningurinn er í gildi: a. Að engar kröfur seljanda á hendur greiðanda séu í vanskilum, þ.e. Hafi ekki verið greiddar á gjaldaga eða greiðandi samið um frekari/aukinn greiðslufrest einhverra krafna. b. Að greiðandi kröfu hafi ekki vanrækt aðrar skuldbindingar sínar gagnvart seljanda kröfu. c. Að seljandi hafi engar upplýsingar um fjárhagsstöðu greiðanda eða gjaldfærni sem gefi til kynna að greiðandi geti ekki staðið í fullum skilum við lánadrottna sína þegar kröfur þeirra falla á gjaldaga. d. Að greiðandi kröfu eigi ekki heimild til greiðslu kröfunnar með skuldajöfnun eða geta gert kröfu um afslátt, skaðabætur eða lækkun kröfunnar. e. Að seljandi upplýsi kaupanda um allt það sem kann að standa í vegi fyrir efndum greiðanda á skuldbindingum sínum gagnvart kaupanda, þ.m.t. Hugsanlegar mótbárur greiðanda.

3. Fjárhæð og kaup kröfu

3.1.

Kaupandi ákvarðar hámars fjárhæð krafna sem hann vill eignast á hvern einstakan greiðanda kröfu.

3.2

Upplýsingar um kaupverð kröfu, gjöld og aðrar þóknanir vegna kaupa á kröfu, þ.m.t. Þjónustu kaupanda, koma fram í tilboði kaupanda sem seljandi samþykkir vegna hverra viðskipta sem og verðskrá kaupanda, eins og hún er á hverjum tíma, sem seljandi hefur kynnt sér.

3.3

Kaupandi greiðir kröfuna í heild að frádregnum afföllum, fyrir umsamda kaupfjárhæð. Kaupfjárhæð nemur andvirði kröfunnar að frádreginni afföllum. Eftirfarandi dæmi er til frekari skýringar um greiðsluflæði við kaup á kröfu: Andvirði Kröfu: 200.000 kr. Kaupþóknum kaupanda (t.d.3,5%): 7.000 kr. Útborgunarfjárhæð: 193.000 kr.* *Hér mætti setja þetta dæmi upp sem raundæmi miðað við þann samning sem verið er að gera.

3.4 Þegar greiðsla frá greiðanda berst kaupanda skal fyrst ráðstafa andvirði hennar til uppgjörs á viðkomandi keyptri kröfu.

4. Tryggingar og innheimta

4.1

Kaupandi skal tilkynna seljanda um þá reikninga og kröfur sem ekki greiðast og þá greiðendur sem ekki eru samþykktir af kaupanda.

4.2

Seljandi samþykkir að veita kaupanda rétt á að sækja í leiguábyrgð leigutaka, hvers eðlis sem hún er, verði vanskil hjá greiðanda.

4.3.

Kaupandi mun sjá til þess að löginnheimta verði ekki hafin nema að höfðu samráði við seljanda, en löginnheimta er ekki háð samþykki seljanda. Seljandi ber að greiða allan kostnað og gjöld þess sem innheimtir kröfuna, þar með talinn kostnað við frum- og milliinnheimt sem og innheimtu við löginnheimtu, enda fáist innheimtukostnaður ekki greiddur af greiðanda.

4.4.

Berist greiðsla ranglega til seljanda vegna framseldrar kröfu skuldbindur seljandi sig, þá þegar og án sérstakrar hvatningar, að tilkynna kaupanda um greiðsluna og skila henni til kaupanda í því formi sem kaupandi ákveður hverju sinni. Jafnframt skal seljandi senda tilkynningu til greiðanda þess efnis að greiðslur vegna leigusamnings skuli eftirleiðis inna af hendi til kaupanda.

5. Uppgjör samnings

5.1.

Útborgunarfjárhæð vegna samnings þessa skal greidd inn á reikning seljanda [Nafn og kt.],


Banki Hb. Reikningsnúmer