Notendaskilmálar Igloo

Með því að búa til notanda, skrá eign þín, eða sækja um eignir á leiguvettvang, (e. rental platform) Igloo samþykkir þú að fylgja skilmálum sem hér koma fram. Skilmálar þessir eiga við um alla notkun aðila á vef og smáforriti (e. app) Igloo auk tengdra samfélagsmiðla sem leiguvettvangurinn býður upp á. Jafnframt gilda skilmálar þessir um allar upplýsingar sem skráðar eru inn á leiguvettvanginn.

1. Ábyrgð á notkun og efni

1.1. Almennt

Með því að skrá eign sína til auglýsingar á leiguvettvangi Igloo samþykkir notandi að virða og fara eftir reglum og skilmálum Igloo.

1.2. Ábyrgð

Leigusali ber ábyrgð á öllu því efni sem hann hleður upp á Igloo, samskiptum við aðra notendur og viðskiptagjörningum sem hann gerir á vettvangi Igloo.

1.2.1. Birting

Birting auglýsingar fasteignar eða hluta hennar, t.d. sérgreind íbúð eða herbergi er á ábyrgð leigusala. Efni auglýsingar má því ekki innihalda ólöglegt, óviðeigandi eða klámfengið efni. Höfundavarið efni má eingöngu birta með leyfi rétthafa og er samþykki slíkrar birtingar á ábyrgð notanda.

1.2.2.

Upplýsingar sem birtar eru í auglýsingu eða settar eru fram í samskiptum við aðra notendur eru á ábyrgð hvers og eins notanda fyrir sig. Með samþykki þessa skilmála ábyrgist notandi leiguvettvangsins að allar upplýsingar sem settar hafa verið fram og kunna að vera settar fram í auglýsingu séu réttar.

1.2.3.

Samskipti og val á leigutaka er á ábyrgð notanda (leigusala og leigutaka). Þannig sér t.d. leigusali um öll samskipti við leigutaka og svara þeim fyrirspurnum sem honum berast á eigin ábyrgð.

1.2.4.

Leiguverð er ákveðið af leigusala og er á hans ábyrgð. Ábending Igloo um leiguverð er eingöngu til leiðbeiningar og ber að taka sem slíku. Leigusali sér um að ákveða fjárhæð leigu og birtist sú upphæð undir mitt verð.

2. Lýsing á þjónustu Igloo

2.1. Almennt

Igloo er opinn leiguvettvangur (e. Rental platform) sem hefur þann megintilgang að tengja saman leigutaka og leigusala og gefa aðilum færi á að ganga frá öllu sem tilheyrir leigu með öruggum, einföldum og þægilegum hætti.

2.2. Þjónusta

Igloo býður upp á margvíslega þjónustu sem getur verið breytilega frá einum tíma til annars. leiguvettvangurinn er í sífelldri þróun, bæði leigutökum og leigusölum til hagsbóta, og því er ekki um endanlega upptalningu á þjónustu Igloo að ræða.

2.2.1.

Auglýsing leigusala er birt á leiguvettvangi Igloo, s.s. vefsvæði og smáforritum sem tengjast leiguvettvanginum. Þá áskilur Igloo sér rétt á að birta auglýsingu notenda (leigusala) á öðrum vettvangi, t.d. Facebook, Instagram o.fl. stöðum með það að markmiði að auka sýnileika eignar. Allar skráðar eignir á Igloo eru jafnframt birtar á fasteigna- og leiguvef mbl.is

2.2.2.

Leigumat fer fram á væntanlegum leigutaka, sé þess óskað af leigusala. Leigumat gefur til kynna hvort leigutaki geti staðið í skilum á leigugreiðslum en matið er, m.a. framkvæmt með uppflettingu á lánshæfi og öflun upplýsinga um tekjur. Leigumat er stöðumat byggt á fortíðarhegðun sem gefur eingöngu vísbendingu um framtíðarhegðun leigutaka. Jafnframt er leigumat að hluta til byggt á upplýsingum sem fengnar eru frá leigutaka og er það á ábyrgð leigutaka að þær upplýsingar séu réttar.

2.2.3

Leigusamningur og önnur skjöl eru aðgengileg á Igloo og verða til sjálfkrafa í samræmi við áðurfengnar upplýsingar frá leigutaka og leigusala. Það er á ábyrgð aðila samnings að upplýsingar á honum séu réttar.

2.2.4.

Leigukrafa á grundvelli leigusamnings úr kerfi Igloo er send sjálfkrafa á leigutaka. Igloo leggur fjárhæð leigunnar inn á leigusala, að frádregnu gjaldi Igloo, þegar greiðsla hefur borist frá leigutaka. Kröfum er fylgt eftir með áminningu um greiðslu hafi hún ekki borist á eindaga. Með samþykki leigusala getur Igloo vísað kröfu í innheimtu.

2.2.5.

Utanumhald og umsjón auglýsinga, samskipta og leigusamninga fer fram á innri vef leiguvettvangsins. Notandi (leigusali) hefur því aðgang að öllum samskiptum, getur fylgst með leigugreiðslum o.fl. á sérgreindu innrasvæði notanda.

3. Verðskrá þjónustu Igloo

3.1. Almennt

Aðgangur að leiguvettvangi Igloo er frír. Eingöngu er tekið gjald þegar óskað er eftir tiltekinni þjónustu.

3.2. Stofnun krafna (valkvætt)

Igloo stofnar leigukröfur á grundvelli leigusamnings í heimabanka og sendir áminningar um ógreidda leigu. Verð 0,9% af leigu.

3.3. Alltaf greitt þann fyrsta (valkvætt)

Igloo stofnar leigukröfur í heimabanka og greiðir leigu fyrsta hvers mánaðar óháð því hvenær leigutaki greiðir leiguna. Verð 3,50%

3.4.

Greiðslufyrirkomulag leigusala er skipt niður á mánuði út samningstímann. Igloo sér um innheimtu leigugreiðslna frá leigutaka og leggur leigugreiðslur inn á leigusala að frádeginni þóknun.

3.4.1.

Greiðsluskylda notanda (leigusala) til Igloo virkjast þegar verður af viðskiptum, þ.e. þegar kominn er á leigusamningur milli leigusala og leigutaka.

4. Trúnaðar- og þagnarskylda

4.1. Almennt

Á Igloo jafnt sem og notendum hvílir almenn trúnaðar- og þagnarskylda um þær upplýsingar sem aðilum eru birtar eða koma til vitundar aðila á leiguvettvangi Igloo.

4.2. Igloo

Á Igloo hvílir trúnaðar- og þagnarskylda varðandi upplýsingar um persónulega hagi leigusala og leynt skulu fara lögum samkvæmt. Helst sú þagnarskylda starfsmanna þó þeir láti af störfum. Þagnarskylda helst þó að þjónustusamningi milli aðila ljúki.

4.3. Notandi

Á leigusala hvílir trúnaðar- og þagnarskylda um öll gögn og upplýsingar sem leigusali verður vísari um leigutaka og leynt skulu fara lögum samkvæmt. Upplýsingar skal aðeins nota í þeim tilgangi sem þær voru fengnar og að því marki sem nauðsynlegt er til þess að koma á samningssambandi við leigutaka.

4.3.1.

Leigusali skuldbindur sig til að ljóstra ekki trúnaðarupplýsingum sem hann hefur móttekið frá leigutaka. Þagnarskylda helst þó að leigusamningi milli aðila ljúki.

5. Hugverkaréttindi og önnur réttindi tengd igloo

5.1. Hugverkaréttur

Réttur til notkunar gagnagrunns, einkaleyfi, vörumerki og önnur eign á hugverki og því efni sem birt eru á leiguvettvangi Igloo, þar með talið uppsetning, hönnun og skipulag leiguvettvangsins og kerfa tengd honum auk hugbúnaðar sem liggur til grundvallar er eign Igloo.

5.1.1

Notendum er með öllu óheimilt að fjölfalda, breyta, aðlaga, birta, dreifa, selja eða með öðrum hætti láta af hendi nokkurt það efni á þessum vettvangi eða nokkuð úr þeim hugbúnaði sem liggur Igloo til grundvallar, nema með skriflegu leyfi forsvarsmanna Igloo.

5.2. Framsal

Leigusala ber að tilkynna um framsal réttinda sinna og skyldna sem samningur þessi hefur í för með sér.