Hvað er Igloo?

Igloo er stærsti vettvangur landsins fyrir öruggt leiguhúsnæði, hvort sem er íbúðar- eða atvinnuhúsnæði með hátt í tuttugu þúsund skráða notendur og hundruð eigna í boði hverju sinni.

Igloo og mbl.is

Allar eignir sem skráðar eru inn á Igloo birtast inni á leiguvef mbl.is bæði leigutökum og leigusölum að kostnaðarlausu.


Samstarfsaðilar

Igloo vinnur náið með samstarfsaðilum sínum um að búa til betri leigumarkað á Íslandi. Meðal þeirra helstu má nefna:

Mbl.is Arion Leiguskjól

Samskipti á einum stað

Allar umsóknir og fyrirspurnir birtast í þægilegu spjallviðmóti þar sem hægt er að svara, samþykkja eða hafna umsóknum.

Leitarvél á korti

Aðgengileg leitarvél sem sýnir staðsetningu eigna á korti sem hægt er að færa til og þrengja leit við tiltekin svæði.

Leigusamningur

Auðvelt er að útbúa leigusamning í gengum kerfið.

Allir geta notað fullbúnar rafrænar undirritanir þeim að kostnaðarlausu.

Allir geta notað fullbúnar rafrænar undirritanir þeim að kostnaðarlausu.

Algengar spurningar


Kostar að skrá eignina á Igloo?

Nei, það er frítt að skrá eignir og ekkert gjald er tekið fyrir það þótt eignin leigist í gegnum vefinn.

Hvernig sæki ég um eignir?

Þegar komið er yfir á Igloo síðuna fyrir eignina er hægt að senda fyrirspurn eða sækja um eignina með því að smella á hnappana "Sækja um" eða "Senda fyrispurn".

Hvernig fæ ég fyrirspurnir?

Leigjendur senda þér umsóknir og fyrirspurnir sem þú sérð í samskiptakerfinu inni á þínum síðum á Igloo. Það er einfalt svara og mæla sér mót og allt sem tengist útleigunni á einum stað.

Hvernig skrái ég mig inn?

Efst til hægri er hægt að ýta á "Innskráning" og nota annaðhvort rafræn skilríki eða netfang til að búa til notanda. Eftir það er einfalt að skrá eignir eða sækja um og senda fyrirspurnir.


© 2022 Igloo. Umfjöllun um höfundarréttarvarið efni á vef Igloo og útlistun á notkun þriðja aðila á því. · Notendaskilmálar · meta-title-privacy-policy Persónuverndarstefna